Rafmagnslaust á norðanverðum Vestfjörðum

19. nóvember 2009 kl. 22:55
Breiðadalslína 1 leysti út kl. 15:10. Orsök útleysingarinnar er ekki kunn þegar þetta er ritað. Útleysingin olli rafmagnsleysi á öllum norðanverðum Vestfjörðum. Rafmagn byrjaði að komast á aftur kl. 15:12 og var rafmagn komið á alla staði kl. 15:46. Rafmagn er nú flutt í gegnum Breiðadalslínu 2 auk þess sem vararafstöðvar eru keyrðar í Bolungarvík.
Til baka | Prenta