Rafmagnslaust á norðanverðum Vestfjörðum.

19. ágúst 2009 kl. 14:28
Þann 19. ágúst klukkan 13:15 leysti 66 kV aflrofi fyrir Breiðadalslínu út í Mjólkárvirkjun sem orsakaði rafmagnsleysi á norðanverðum Vestfjörðum. Orsök útleysingarinnar er ekki kunn að svo stöddu. Þar sem verið er að gera við Mjólkárlínu og nauðsynlegt að keyra varavélar á meðan til að anna eftirspurn, tók nokkurn tíma að samræma framleiðsluna og koma rafmagni aftur á alla notendur. Rafmagn var endanlega komið á alla notendur klukkan 13:56
Til baka | Prenta