Rafmagnslaust á norðanverðum Vestfjörðum.

18. ágúst 2009 kl. 18:56
18. ágúst kl. 16:40 leystu tveir aflrofar út samtímis í Mjólká, annars vegar 33 kV aflrofi fyrir Þingeyri og nágrenni og hins vegar 66 kV aflrofi Landsnets fyrir norðurhluta svæðisins. Orsök útsláttarins er ókunn að svo stöddu.
Byggðalínan var ekki í notkun vegna viðhalds og var þess vegna keyrt með díselvélum á svæðinu. Rafmagn var komið á alls staðar aftur kl. 17:45. Áætlað er að Byggðalína verði komin í notkun kl. 19:00.
Til baka | Prenta