Rafmagn og hitaveita komin í lag á Ísafirði

17. mars 2017 kl. 15:12

Bilun varð í háspennustreng á Ísafirði skömmu eftir hádegi í dag sem olli því að rafmagn fór af hluta eyrarinnar. Við rafmagnsleysið stöðvuðust dælur og ketill í kyndistöð og kólnaði því heita vatnið fljótt hjá notendum. Bilaði strengurinn var aftengdur og er rafmagnið nú flutt eftir öðrum streng og dreifikerfi og kynding því komin í eðlilegt horf hvað orkunotendur varðar.

Til baka | Prenta