Rafmagn komið á sveitina í Önundarfirði

30. desember 2012 kl. 19:54
Rafmagn er komið á sveitina í Önundarfirði. Einnig komst rafmagn á mikilvægt fjarskiptahús í firðinum Skammtanir verða í Dýrafirði a.m.k. fram eftir kvöldi. Rafmagn fór af Hnífsdal um kl 19:30 og er komið rafmagn á hluta bæjarins og verið er að vinna í að koma rafmagni á allan bæinn.

Ef veður og snjóalög leyfa verður leitað að bilunum á línum Orkubúsins og Landsnets á morgun. Ef ekki verður unnt að gera við línur og þannig tengjast Mjólkárvirkjun er fyrirsjáanlegt að grípa verði til frekari skammtana eftir hádegi á morgun gamlársdag.

Búið er að gera við Barðastrandarlínu og eru allir á sunnaverðum Vestfjörðum með rafmagn frá díselrafstöðvum og vatnsaflsvirkjunum.
Til baka | Prenta