Rafmagn komið á í Önundarfirði

10. desember 2014 kl. 15:10

Rafmagn er komið á á flestum bæjum í Önundarfirði.  Verið er að skoða Hólslínu, inn fjörðinn frá Holti að Hóli, en hún var að slá út aftur áðan.  Ekki er enn orðið fært yfir Gemlufallsheiði, þar er blind bylur og ófært ennþá.  Beðið er átekta með viðgerð, en búið er að finna bilunina, en koma þarf mönnum og viðgerðarefni vestur.

Til baka | Prenta