Prófunum næturinnar lokið

11. nóvember 2014 kl. 04:02

Nú er lokið fyrsta hluta af sameiginlegum prófunum Orkubúsins og Landsnets á nýju varaaflsstöðinni í Bolungarvík. Allt gekk samkvæmt áætlun og var allur Ísafjarðarbær norðan Dýrafjarðar ásamt Súðavík og Bolungarvík keyrður eingöngu á nýju vélunum í fjögur skipti. Ekkert rafmagnsleysi varð í þessum prófunum. Næstu nótt fer fram annar hluti prófananna en þá verður rafmagn tekið af áðurnefndu svæði a.m.k. tvisvar sinnum.

Til baka | Prenta