Orkubú Vestfjarða - Jarðstrengslagnir 2012

25. maí 2012 kl. 11:53
 

 

Orkubú Vestfjarða mun í sumar grafa niður og plægja háspennustrengi, samkvæmt framkvæmdaáætlun 2012.

Helstu jarðstrengsverkefni í sumar eru:

 • Patreksfjörður: Miklidalur - Þúfnaeyri 2 km
 • Bíldudalur: Bíldudalur - Dufansdal 9,5 km
 • Patreksfjörður: Skápadalur - Kleifarheiði 4 km
 • Barðaströnd: Haukaberg - Miðhlíð 3 km
 • Drangsnes : Drangsnes - Kokkálsvíkurhöfn 2,5 km
 • Strandabyggð: Sævangur - Þorpar 5km
 • Ísafjarðardjúp: Reykjafjörður- Mjóifjörður 4,5 km
 • Ísafjörður: Ísafjarðarflugvöllur - Naustahvilft 1,5 km
 • Önundarfjörður: Mosvellir - Hóll 5 km
   

Vegna þessara verka óskum við eftir upplýsingum frá þeim aðilum sem vilja koma til álita við val á verktökum vegna þessara framkvæmda.

Til greina kemur að ráða verktaka í einstaka plægingarverk,  jafnt sem öll.


Orkubúið gerir þær kröfur að strengir séu grafnir/plægðir á 90 cm dýpi og mögulegt sé að plægja aukastreng eða fjarskiptarör í sama plógfar.  Sverustu strengir sem plægðir verða eru um 6 cm í þvermál.


Orkubúið óskar eftir upplýsingum um einingarverð fyrir gröft og plægingu eða eingöngu tímagjald.  Allar upplýsingar um tækjalista, mannafla og vélaflutning þurfa að fylgja.

Orkubúið hefur til taks dráttarvél og vagn á vinnusvæði og sér um flutning efnis.


Þeir sem hafa verktakar sem hafa áhuga eru hvattir til að hafa samband við Orkubú Vestfjarða og fá nánari upplýsingar um verkþætti og kröfur.  


Orkubúið stefnir á að geta valið verktaka fyrir einstök verk eftir 12. Júní.  ATH breytta dagsetningu.


Allar nánari upplýsingar veitir Arnar Björgvinsson ab@ov.is eða í síma 450-3227

Til baka | Prenta