Norðan Hólmavíkur

6. mars 2013 kl. 20:57

Búið að vera mjög margir útslættir á Drangsneslínu og Norðurlínu síðasta sólahring. Í dag um kl 13:30 tolldi Gjögurálma ekki lengur inni og var því tekin út, við það  fækkuði útsláttum. Þeir byrjuðu aftur um kl 19:00 til 20:20, þá var tekið út að Norðurfirði. eftir það var aðeins rafmagn í Bæ og Djúpuvik, eftir það var allt tíðindalaust til morguns. Um kl 8 var byrjað að reyna innsetningar á línunni og var sett inn fyrst að Melum. Eftir það var reynt að setja rafmagn á Gjögurálmu en þá sló allt út. Var hún því tekin út aftur. Næst var hleypt á að Norðurfirði um kl.8:30. Björn Torfason bóndi á Melum var þá fenginn til að fara eftir línunni að Gjögri. Hann fann ekkert athugavert að og var því reynt að setja línuna inn aftur kl. 10:20. Þá fór hún inn eins og það hefði aldrei verð neitt að. Eftir þetta fór Björn ásamt okkar aðal hjálparhellu Þórólfi Guðfinnssyni að athuga línuna að Krossnesi. Hún var sett inn kl. 11:05. Þá var komið rafmagn á allt í Árneshreppi aftur. Við þökkum þeim félögum fyrir aðstoðina og einnig Gunnlaugi Ágústsyni en hann var ásamt Þórólfi í bardaganum í gær á meðan versta veðrið geisaði.

Til baka | Prenta