Nánar um útslátt í Bolungarvík

19. nóvember 2014 kl. 13:01

Við prófanir á vélum Landsnets í síðustu viku bilaði rofi í deilistöð í Bolungarvík.  Í dag var farið í viðgerð á rofanum.  Vegna mistaka starfsmanns var jarðbinding sett á streng með spennu.  Þetta olli útslætti á rofum í Bolungarvík og smávægilegri truflun á kerfinu á öðrum stöðum.  Engin slys urðu á fólki.  Orkubúið biður viðskiptavini sína afsökunar á ónæðinu sem þetta olli.  

Til baka | Prenta