Miklar rafmagnstruflanir á vestfjörðum

24. desember 2013 kl. 01:56

Miklar rafmagnstruflanir á vestfjörðum.

Truflanir hafa verið vegna útleysinga á Vesturlínu.  Í fréttatilkynnigu frá Landsneti segir: 

Ítrekaðar truflanir hafa verið á raforkuflutningi til vestfjarða, frá kl. 23:28 vegna útleysinga á línunni frá Glerárskógum til Geiradals. Verið er að samtengja varaafl á vestjörðum. Beðist er velvirðingar á seinkun þessarar skráningar á vef, en nú verða settar inn upplýsingar þegar þær liggja fyrir.

Internetsamband hefur verið úti og er beðist velvirðingar á því hversu seint þessi tilkynning er skrifuð.  Keyrt er varaafl með Mjólkárvirkjun og Vesturlína er úti.

Til baka | Prenta