Meinleg villa slæddist inn í tilkynninguna um stöðvun hitaveitunnar á Ísafirði, þar var talað um á morgun fimmtudaginn 6. október. En átti iengöngu að standa fimmtudaginn 6. október. Einnig mun dreifibréf sem borið verður í hús á morgun innihalda sömu villu. Þegar það var samið var ætlunin að láta bera það út í dag miðvikudag. Beðist er innilega afsökunar á þessum mistökum.