Ísafjörður kominn með rafmagn

30. desember 2012 kl. 02:44

Rafmagn er komi á á Ísafirði. Þó hefur ekki verið hægt að koma rafmagni á lítið svæði í kringum fyrrum sorpbrennslustöðina Funa vegna bilunar sem talin er vera á Arnardalslínu sem tengist spennistöðinni í Funa. Báðar díselvélarnar á Ísafirði eru í gangi ásamt Tungdalsvirkjun og virkjun Dalsorku í Súgandafirði. Vélakeyrsla er óbreytt á öðrum stöðum.

Til baka | Prenta