Hólmavíkurlína 2

17. mars 2016 kl. 03:01

Kl 00:10 sló út Hólmavíkurlínu 2 sem er flutningslínan frá Geiradal til Hólmavíkur. Við það varð allt rafmagnslaust á Ströndum frá Bitrufirði og norður í Árneshrepp. Sett var í gang varaafl og er það keyrt á alla notendur á þessu svæði. Búið er að finna bilun á línunni og er viðgerð í gangi. Búist er við að allt verði komið í samt lag fljótlega.

Til baka | Prenta