Fréttir af endurkomu rafmagns.

26. janúar 2012 kl. 20:59
Rafmagn kom á flesta bæi í Árneshrepp upp úr kl.18:00. Það voru  nokkrir hraustir karlar í hreppnum höfðu gert við línur til bráðabirða. Þeir skoðuðu og fóru með línum til að kanna skemmdi, fyrir okkur. Línan er þónokkuð skemmd við Gjögur, og er því straumlaus, þar er að vísu enginn ábúandi.  Flugvöllurinn er því líka rafmagnslaus, Ísavía sér um að keyra ljósavél fyrir sína starfsemi. Starfsmenn frá Hólmavík eru komnir norður í hrepp, þeir fóru norður Trékyllisheiði að Melum á snjósleðum.
Rafmagn kom á Hrófberg sem er bær í Steingrímsfirði um kl.19:30
Í Ísafjarðardjúpi er enn rafmagnslaust í Vigur og Hvítanesi ásamt endurvarpsstöðinni sem er innan við Ögurnes, frá kl.9:00 í gær. Vinnuflokkur á skammt eftir að bilunarstað  nú kl. 21:15. Gert er ráð fyrir að rafmagn komist þar á í nótt.
Til baka | Prenta