Flutningslínur enn bilaðar

27. janúar 2013 kl. 17:54
Enn eru báðar flutningslínurnar sem tengja norðanverða Vestfirði við Mjólkárvirkjun og landsnetið bilaðar. Unnið er að viðgerð og er von á viðgerðarflokki frá Landsneti sem munu aðstoða línumenn OV.  Rafmagnsnotendur á Ísafirði, í Bolungarvík, Súgandafirði, Önundarfirði og Súðavík eru beðnir að nota eins lítið rafmagn og kostur er.
Til baka | Prenta