Dýrafjörður

6. september 2016 kl. 07:48

Nú hillir undir lok framkvæmda í norðanverðum Dýrafirði.  Klukkan 10 í dag verður rafmagn tekið af í skamma stund af Núpslínu og aftur seinnipartinn í um það bil 20 - 30 mínútur í senn.  Þó munu Lækjarós, Mýrar, Fell, Lyngholt, Klukkuland og Hólakot verða straumlaus frá klukkan 10 og þar til vinnu lýkur seinnipartinn.  Verið er að tengja síðustu notendurna inn á strenginn sem lagður hefur verið í sumar.  Með þessum framkvæmdum vonumst við til þess að langvarandi spennuleysi í Mýrahreppi hinum forna heyri sögunni til.

Til baka | Prenta