Díselkeyrsla í gangi víðast hvar

29. desember 2012 kl. 19:57
Enn er önnur varaflsvélin biluð á Ísafirði og er unnið að viðgerð. Hin vélin sér hluta bæjarins fyrir rafmagni með aðstoð tveggja vatnsaflsvirkjana. Rafmagni er skammtað eins og hægt er. Bilun er í spennistöð Móholti í Holtahverfi og ekki hefur tekist að koma rafmagni á hana og spennistöðvar tengdar henni.

Varaflsvélar eru í gangi í Bolungarvík sem sjá Hnífsdal einnig fyrir rafmagni. Varaaflsvélar eru einnig keyrðar í Súðavík, Suðureyri, Flateyri, Patreksfirði og á Bíldudal. Barðastrandarlína er biluð og er því ekki rafmagn á bæjum þar í kring. Bilun er einnig á sveitalínu í Dýrafirði. Ekki hefur verið hægt að koma rafmagni á sveitir í Önundarfirði.

Tálknafjarðarlína, Breiðadalslína 1 og Mjólkárlína 1 sem eru í eigu Landsnets eru bilaðar og því er ekki hægt að koma rafmagni frá Mjólkárvirkjun.

Til baka | Prenta