Breiðadalslína 2 sló út.

29. desember 2012 kl. 03:02
Breiðadalslína 2 sló út í tvígang kl. 02:07 og 02:28.  Línan var strax sett inn aftur í bæði skiptin. 
Við þetta fór rafmagn af Dýrafirði í um 2 mínútur í hvort skiptið.
Breiðadalslína 2 fer yfir Gemlufallsheiði og ef marka má vef Vegagerðarinnar þá hefur vindur verið þar í 30 m/s úr hánorðri og slegið yfir 60 m/s í hviðum.  Hiti fer heldur lækkandi og er það vel hvað varðar ísingarhættu á háspennulínum til fjalla.
Til baka | Prenta