Breiðadalslína 1 komin í lag

29. janúar 2013 kl. 19:48
Viðgerð lauk á flutningslínu Landsnets, Breiðadalslínu 1, síðdegis í dag og lauk þar með skömmtunum og keyrslu varaaflsvéla á norðanverðum Vestfjörðum að Þingeyri undanskilinni. Báðar aðflutningslínur fyrir Þingeyri eru bilaðar og er rafmagn framleitt með dieselvélum sem sjá bænum og sveitinni í Dýrafirði fyrir rafmagni. Verið er að moka Hrafnseyrarheiði og er stefnt að því að hefja viðgerð á Hrafnseyrarlínu og Þingeyrarlínu á morgun.
Til baka | Prenta