Bilunar leitað á Breiðadalslínu 1

20. nóvember 2009 kl. 09:33
Bilunar er nú leitað á Breiðadalslínu 1, sem er 66 kV lína í eigu Landsnets og liggur milli Mjólkárvirkjunar og Breiðadals. Vonast er til að bilun finnist og viðgerð ljúki í dag. Á meðan línan er biluð sér Orkubú Vestfjarða um raforkuflutning fyrir Landsnet milli Mjólkárvirkjunar og Breiðadals eftir 33 kV línu í eigu Orkubúsins. Flutningsgeta línunnar er takmörkuð og annar ekki allri raforkuþörf norðanverðra Vestfjarða. Raforka er framleidd með díselrafstöðvum vegna þess sem upp á vantar og er því enginn án rafmagns af þessum sökum.
Til baka | Prenta