Bilun í jarðstreng 24.júní 2010.

24. júní 2010 kl. 14:40

Í morgun kl. 09:21 sló út háspennurofi í spennustöð OV í Mánagötu á Ísafirði, þannig að straumlaust varð í Hnífsdal.

Í ljós kom að jarðýta á vegum verktaka sem vinnur við gerð göngustígs og lagningu nýrra háspennustrengja hafði farið í háspennustreng sem liggur frá spennistöð við Leiti í Hnífsdal að spennistöð við hraðfrystihúsið í Hnífsdal.

Spenna var sett aftur á Hnífsdal kl. 10:01 og viðgerð hófst strax á bilaða strengnum. 
Viðgerð gekk vel og var spenna sett á strenginn sem bilað hafði kl 14:00. 
Til baka | Prenta