Bilun fannst á sveitalínu í Dýrafirði

4. febrúar 2015 kl. 21:04

Bilun fannst í dag í spenni á sveitalínu í Dýrafirði sem olli rafmagnsleysi þar síðastliðna nótt. Spennirinn var aftengdur og var þá hægt að koma spennu aftur á línuna. Skipt verður um spenninn á morgun og verður rafmagn þá tekið af línunni í stutta stund. Rafmagnslaust verður áfram í þeim sumarhúsum sem tengd voru bilaða spenninum þar til nýr hefur verið settur upp.

Til baka | Prenta