Bilun Rauðasandslína uppfærsla

8. febrúar 2017 kl. 22:09

Teknar voru út greinar frá Hnjóti að Bjargtöngum og Kollsvík og hefur rafmagn tollað þannig á línunni þegar þetta er skrifað í rúman klukkutíma. Farið verður fljótlega í tilraunir með að hleypa á Kollsvíkur greinina í framhaldinu. Ekki er útilokað að um seltu sé að ræða en engin bilun hefur enn fundist á línunni þrátt fyrir að stórir kaflar hennar hafi verið skoðaðir af vinnuflokk. Allir útslættir hafa því miður einnig slegið út Barðastrandarlínu en reynt verður eftir fremsta megni að lágmarka þá útslætti. Búið er að gera ráðstafanir til að vinnuflokkur fari strax af stað í birtingu í fyrramálið og skoði línuna.

Til baka | Prenta