Bíldudalslína komin í lag

24. febrúar 2018 kl. 09:02

Aðgerðum við Bíldudalslínu er lokið. Farið var með línunni og í ljós kom að hún var að brjóta af sér ísingu á þeim tíma sem útslættirnir áttu sér stað. Línan var hinsvegar orðin hrein og að mestu laus við ísingu þegar þetta er skrifað. Keyrslu varaaflsvéla hefur verið hætt og allir notendur komnir með rafmagn.

Til baka | Prenta