Bilanleit - Snjóflóðahætta

30. desember 2012 kl. 11:21
Vegna snjóflóðahættu er lokað á Vestfjörðum um Súðavíkurhlíð, Eyrarhlíð, Botnsdal, Breiðadal og Flateyrarveg.
Almannavarnarnefnd fundar núna kl. 11:00 og verður stjórnstöð OV upplýst um frekari ákvarðanir.
Beðið er eftir heimild til að senda vinnuflokk í Önundarfjörð til að reyna að koma spennu á sveitina og til línuskoðanna.
Björgunarsveit leitar bilanna á sveitalínum í Dýrafirði og á Tálknafjarðarlínu.
Mikil selta er á tengivirkjum semgæti þurft að skola af víða.
Töf hefur verið á olíuafhendingu vegna færðar og lokanna vega. 
Til baka | Prenta