Bilanir i varaflsvélum.

29. desember 2012 kl. 13:12
Bilanir hafa komið upp í varaaflsvélum, bæði í Bolungarvík og Ísafirði.
Viðgerð á vélum stendur yfir og verður hafin díselkeyrsla aftur á Ísafirði um leið og hægt verður og stutt er í að viðgerð ljúki í Bolungarvík.
Almannavarnir hafa ákveðið að vélkeyrslumaður í Súðavík yfirgefi rafstöð vegna ofanflóðahættu. 
Vél verður skilin eftir í gangi og vonast er eftir því að hún gangi þar til leyfi fæst til að kanna aðstæður.
Rafmagnsnotendur á vestfjörðum eru beðnir að spara rafmagn eins og hægt er.
Til baka | Prenta