Bilanir á Tálknafirði og útslættir á Barðastrandarlínu

16. desember 2014 kl. 17:29

Um kl. 12:30 í dag fór Barðastrandarlína út, tolldi inni í stutta stund eftir innsetningu og fór út í 5 skipti eftir það með stuttu millibili, hefur verið inni síðan kl. 15:45.  Loftlínan út frá Keldeyri á Tálknafirði og inn að þorpi bilaði svo um kl. 14:37 og er línan slitin og brotinn staur í henni, rafmagn fór af þorpinu í stutta stund vegna þessarar truflunar, viðgerð verður kláruð á morgun ef veður leyfir, fleiri bilani er ekki vitað um þegar þetta er skrifað kl. 17:40.

 

Til baka | Prenta