Bilanir á Ströndum, í Gilsfirði og Ísafjarðardjúpi

30. desember 2012 kl. 20:29
Rafmagnslaust er enn í Árneshreppi og ekki verður hægt að reyna viðgerð á línum fyrr en á morgun. Bilun er á Bjarnarfjarðarlínu en vonast er til að viðgerð ljúki nú í kvöld.  Vírslit eru á Gilsfjarðarlínu og stendur viðgerð yfir. Á Hólmavík eru allir notendur með rafmagn frá díselrafstöðvum og Þverárvirkjun. Í Ísafjarðardjúpi er rafmagnslaust fyrir vestan Reykjanes og er viðgerðarflokkur að reyna að koma rafmagni á.
Til baka | Prenta