Barðastrandarlína komin í rekstur

11. desember 2014 kl. 02:36

Klukkan 02:33 var síðasti hluti Barðastrandarlínu settur inn sem búinn er að vera straumlaus í rúma tvo sólarhringa. Ráðist var í hreinsun og viðgerðir á línunni sem stóðu yfir allan daginn 10.12.2014 eða frá því Vegagerðin ruddi Kleifaheiði að morgni. Enn eru einhver hús á Barðaströnd án straums en eingöngu er þar um að ræða sumarhús sem lagfært verður þegar rafmagn er komið á alla íbúa á svæðinu.

Til baka | Prenta