Árneshreppur og Djúp.

11. desember 2014 kl. 22:00
Ísing á veðurstöð
Ísing á veðurstöð

Um kl 21:30 voru allir komnir með rafmagn í Djúpi og þreyttir línumenn á heimleið. Í Árneshreppi er enn rafmagnslaust á Krossnesi, Krossneslaug, Felli, Fellsegg, Gjögurflugvelli, Gjögri og Víganesi. Á þessum bæjum er bara búseta á Krossnesi og þar er diselvél. Viðgerð verður reynd á morgun, þar er mikill klammi á spennistöðvum.

Til baka | Prenta