Álagsprófanir vegna nýrrar varaaflsstöðvar í Bolungarvík aðfaranótt miðvikudags 12. Nóvember.

11. nóvember 2014 kl. 10:58

Prófanir halda áfram aðfaranótt miðvikudags. Þá verður prófað að leysa aftur út Breiðadalslínu, þannig að vélar í varaaflsstöðinni þurfi að keyra upp og spennusetja norðurhluta Vestfjarða með aðstoð snjallnetsstýringa.

Þessar prófanir munu orsaka straumleysi hjá notendum í Ísafjarðarbæ norðan Dýrafjarðar, í Bolungarvík og í Álftafirði.

Rafmagn verður tekið af fyrrnefndu svæði í það minnsta tvisvar sinnum, en til að truflanir verði í lágmarki eru þær framkvæmdar að næturlagi. Prófanir hefjast kl. 01 og verður lokið í síðasta lagi kl. 06. Tilkynnt verður á heimasíðu Orkubús, ov.is um leið og prófunum næturinnar er lokið.

Til baka | Prenta