Aðgát skal höfð í nágrenni strengja uppfært

5. september 2013 kl. 12:00
Uppfært.  Við skoðun kom í ljós að skóflublaðið hafði gengið tæplega hálfa leið í gegnum pexeinangrunina.  Eiginlega er ótrúlegt að ekki hafi skotið út úr strengnum.  Taka þurfti þennan leiðara í sundur og lagfæra hann.  Brýnt skal fyrir öllum hlutaðeigandi að láta vita um alla áverka á strengjum sem menn sjá, bæði gamla og nýja
Jarðstrengir rafveitnanna liggja um allar jarðir og umgengni um þá krefst fullrar athygli og varúðar.  Meðfylgjandi mynd sýnir áverka á háspennustreng eftir handskóflu.  Þetta er 12.000 V strengur og á þessum stað hefur handskófla verið rekin af töluverðu afli ofan í sandinn sem er ofan á strengnum.  Skóflublaðið hefur gengið um 5 mm inn í strenginn á versta stað.  Ef skóflublaðið hefði gengið 2-3 mm lengra inn í strenginn hefði verið svo stutt eftir inn í leiðara að skotið hefði út úr honum.  Í besta falli hefði orðið rafmagnslaust, en í versta falli stórslys.  Öruggt er samt að svona áverki veldur bilun á endanum, spurningin er aðeins um tíma.  Munið því að aðgát skal höfð í nágrenni strengja.
Til baka | Prenta