Innra eftirlit raforkumæla

Þann 19. mars 2010 fékk Orkubúið samþykki Neytendastofu til að nota innra eftirlit í stað löggildinga sbr. rg. nr. 1061/2008 og 14. gr. laga nr. 91/2006, um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn.  Allir raforkumælar Orkubúsins falla nú undir innra eftirlit Orkubúsins.

Innra eftirlit skal tryggja réttar mælingar og að mælaskipti, úrtök og prófanir fari fram á réttum tíma.


Upplýsingahnappur á Kamstrup raforkumælum.

Á Kamstrup mælum er hnappur þar sem notandi getur skipt um upplýsingar á skjá mælis.

  • 1. kWh heildar kílóvattstundir sem farið hafa í gegnum mælinn.
  • 2.W aflið í vöttum sem fer í gegnum mælinn í hvert skipti, notandi getur séð hve mikið afl húsveitan er að taka.
  • 3. kWh‘ núllstilling á kílóvattstundum, notandi getur fylgst með notkun frá því að síðast var núllstillt. Haldið hnapp inni þangað til núllast.
  • 4. NUM númer mælis.
  • 5. Lýsir allt á skjá upp.