Hrafnseyrarlína 1 slær út

23. desember 2008 kl. 09:23

33kV Hrafnseyrarlína 1 sló út í aðveituveitustöð Mjólká kl. 21:53.  Línan sett inn aftur kl. 22:02, sennilega samsláttur vegna vinds.  Rafmagnslaust var á Þingeyri og Arnarfirði.

22.12.2008 R.E.

Bráðabirgðatenging við Ísafjarðardjúp

18. desember 2008 kl. 14:25
Strenglögn frá Hátungum að Nauteyri er lokið, nokkur frágangur og  merkingar eru eftir, það verður gert næsta sumar. Spennusetning á fyrsta hluta að var 18.11.2008 var það að spennistöð við Kúlufjall,  þar er endurvarpstöð fyrir GSM rafvirki þar kláraði sitt verk 4. des.  þá var slökkt á díselvélinni þar.  Spennir var settur til bráðabyrða á Nauteyri strengurinn settur inná hann og líka strengur sem liggur frá Nauteyri og innfyrir Hvannadalsá. Þetta var spennusett 20.11.08. strengurinn er búinn að vera undir spennu síðan. Það var svo 18.12. sem fiskeldið á Nauteyri var sett inná kerfið með 80 kW þannig það er búið að létta á Djúpkerfi sem þessu nemur.

Kortasjá.

12. desember 2008 kl. 14:28
Kortasjá Loftmynda er komin á heimasíðu Orkubúsins.  Í kortasjánni er hægt að skoða kort af þjónustusvæði Orkubús Vestfjarða. Hægt er að færa, stækka þau og minnka, mæla fjarlægðir og leita að heimilsfangi. Hægt er að velja á milli þess að hafa sem undirlag hefðbundið gatnakort eða myndkort og sýna aðrar kortaþekjur þar ofan á.

Stjórntæki

Kortaþekjur Birta eða fela kortaþekjur.
Velja: Velja og sjá ítarupplýsingar um landfræðileg gögn.
Athugið að þetta tól er ekki til staðar í öllum kortum.
Þysja inn (zoom in): Stækka mælikvarða kortsins. Velja stað á kortinu sem á stækka, halda niðri vinstri músatakka og draga yfir kortið til að velja nýtt svæði.
Þysja út (zoom out): Minnka mælikvarða kortsins.
Hliðra: Færa kortið til. Halda niðri vinstri músatakkanum og má þá draga kortið til á skjánum.
Upphafskort: Sækja upphafskort.
Mæla fjarlægð: Velja stað á kortinu þar sem byrja á að mæla og tvísmella síðan til að kára mælinguna. Niðurstaðan kemur í gráa reitin efst til hægri. Ef "shift" takkanum á lykklaborðinu er haldið niðri er hægt að mæla brotna línu.
Hjálp: Leiðbeiningar um notkun kortanna.
Stýrirönd: Notuð til að færa kortið til, minnka það eða stækka.
Krækja Krækja: Notað til að geyma stöðu kortsins til að kalla á síðar td. frá annari heimasíðu eða senda í tölvupósti sem krækju. Hægrismella á krækjuna og velja "Copy Shortcut" í Internet Explorer eða sambærilega aðgerð í öðrum vöfrum.

Leita

Hægt að leita eftir heimilisfangi. Hægt er að slá inn hluta heimilsfangs td. "Arnar" til að finna öll heimilsföng sem standa við Arnarás. Eftir að ýtt er á "Leita" (eða Enter á lykklaborðinu) koma upp niðurstöður í lista. Ef tiltekið heimilsfang er valið úr listanum færist kortið á þann stað og möguleiki er á að skoða upplýsingar um viðkomandi fasteign hjá Fasteignamati ríkisins eða í Símaskrá. Ef að til eru skannaðar teikningar af viðkomandi húsi er hægt að sjá yfirlit yfir þær til að skoða eða prenta.

R.E. 08.12.2008

Rafmagnstruflanir á Vestfjörðum

12. desember 2008 kl. 14:26
Nokkuð var um rafmagnstruflanir á vestfjörðum í gærkvöldi og í nótt. 
Kl. 20:21 leysti út háspennulína Landsnets í Glerárskógum með þeim afleiðingum að rafmagn fór af öllum vestfjörðum.  Af ókunnum orsökum varð of lág spenna á kerfinu í um 50 sekúndur fyrir endanlega útleysingu.  Þetta er óeðlilegt og er til skoðunar.  Línur voru spennusettar aftur og var þessi truflun yfirstaðin kl. 20:32.
Kl. 23:32 leysti út Mjólkárlína 1 með þeim afleiðingum að aftur fór allt rafmagn af vestfjörðum.  Reynt var að spennusetja línuna aftur en hún leysti jafn harðan út.  Ræst var allt tiltækt varaafl, en nokkuð erfiðlega gekk að koma inn varafli á Ísafirði vegna bilanna.  Vestfirðir voru tengdir aftur við landskerfið kl 01:00 og drepið á varaaflsvélum.
Bilun kom fram í Súðavík sem varð til þess að í einhvern tíma varð nokkurt spennufall á hluta byggðarinnar.  Gert var við þessa bilun í nótt. 
Kl. 01:13 Sló út Borðeyrarlína í Hrútatungu og kom ekki inn við innsetningu.  Tekin var út Strandalína og Borðeyralína sett inn kl. 01:44.  Strandalína var svo sett inn strax á eftir, kl.01:46.
Ekki er vitað um aðra útslætti á veitusvæði Orkubús Vestfjarða í nótt, enda tók veður að lægja upp úr miðnætti.

Halldór V Magnússon, 
Framkvæmdastjóri  rafveitusviðs

Verðskrá Orkubús Vestfjarða.

1. ágúst 2008 kl. 14:30
Verðskrá Orkubús Vestfjarða fyrir raforkusölu hækkaði um 6% frá og með 1. júlí 2008.
Eldri færslur