Viðgerð lokið á Breiðadalslínu 1

17. febrúar 2014 kl. 09:35

Breiðadalslína 1, sem liggur frá Mjólká að Breiðadal í Önundarfirði var sett inn í gærkveldi eftir viðgerð. 
Stæðan sem brotnaði er á Flatsfjalli, upp af Kajaranstaðardal, milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar.  Þegar háspennumastur brotnar á stað sem þessum og á þessum árstíma er það mikið verk að gera við og margir sem koma að því.  Starfsmenn Orkubús og Landsnets unnu þetta með hjálp verktaka.  Moka þurfti Norðanverða Hrafnseyrarheiði og koma tækjum og efni að viðgerðarstað sem er um 7,5 km austur af háheiðinni. 
Viðgerð gekk vel.

Til baka | Prenta