Verðskrárhækkun fyrir hitaveitur

1. mars 2009 kl. 14:00

Breyting hitaveituverðskrár Orkubús Vestfjarða.

Á fundi stjórnar Orkubús Vestfjarða hf. þann 28. janúar s.l. var ákveðið að hækka taxta verðskrár Orkubús Vestfjarða ohf. fyrir hitaveitur um 7%  frá og með 1. mars 2009. Tengigjöld verða óbreytt að sinni.

Hækkun þessi er rökstudd með vísan til verðlagshækkana frá síðustu breytingu verðskrárinnar 1/8 2008. Vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 23,6% síðustu 6 mánuði og vísitala neysluverðs um 8,4%.

Orkubú Vestfjarða boraði vinnsluholu fyrir heitt vatn í Tungudal við Skutulsfjörð á haustmánuðum s.l. árs. Borverkið kostaði um175 Mkr. en árangur af borun varð því miður enginn. Gert er ráð fyrir að lán Orkusjóðs til verksins að upphæð 102 Mkr. verði fellt niður en mismuninn 73 Mkr. verður Orkubú Vestfjarða að taka á sig.


Ísafirði 27/2 2009

Kristján Haraldsson
orkubússtjóri
Til baka | Prenta