Orkubú Vestfjarða hefur auglýst eftir tilboðum í vél- og rafbúnað fyrir Fossárvirkjun.
Fyrirhugað er að byggja nýtt stöðvarhús neðan núverandi stöðvarhúss í Engidal inn af Skutulsfirði þar sem nýjum búnaði verður komið fyrir sem leysir þann gamla af hólmi. Vinnuheitið á þessari nýju virkjun er Fossárvirkjun til aðgreiningar á gömlu vélinni sem heitir Fossavatnsvél og er staðsett í sameiginlegu stöðvarhúsi með Nónvél ásamt gömlum díselvélum. Það hús heitir Rafstöðin á Fossum.
Helstu kennitölur og lýsing á búnaði er eftirfarandi:
Afhending á búnaði fyrir 1. September 2013.
Útboðsgögn merkt „Fossárvirkjun Powerstation refurbisment, Turbine-generator unit" verða seld á skrifstofu Orkubúsins, Stakkanesi 1, 400 Ísafirði gegn kr. 15.000,- óafturkræfu gjaldi. Hægt að panta gögnin á netfangi orkubu@ov.is eða gg@ov.is . Tilboðum skal skilað á sama stað fyrir kl. 14.00, föstudaginn 28. September 2012, þar sem þau verða opnuð og lesin upp. Orkubú Vestfjarða áskilur sig rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Orkusvið