Úrslit í ljósmyndasamkeppni Orkubúsins um Bestu jólamyndina

30. desember 2014 kl. 11:48

Orkubúið hefur í desember staðið fyrir ljósmyndasamkeppni um bestu jólamyndina. Móttökur hafa verið mjög góðar og frábærar ljósmyndir hafa borist í keppnina hvaðanæva af landinu.

Val dómnefndar eftir vandlega yfirferð var þessi fallega jólamynd tekin af Þórdísi Björt Sigþórsdóttur og hlýtur hún í verðlaun iPhone 6 snjallsíma.

Dómnefnd taldi myndina vera glaðlega, skýra og jólalega. Fjöldi mynda komu til greina en þetta var endanleg niðurstaða dómnefndar.

Besta jólamyndin 2014

Orkubúið þakkar öllum þeim sem tóku þátt í ljósmyndasamkeppninni.

Til baka | Prenta