Styrkir Orkubús Vestfjarða til samfélagsverkefna

16. nóvember 2012 kl. 11:17

Stjórn Orkubús Vestfjarða hefur ákveðið að veita styrki til samfélagsverkefna á Vestfjörðum.

Umsóknir um styrkina þurfa að berast Orkubúi Vestfjarða fyrir 1. desember n.k. og er stefnt að því að þeim verði úthlutað í desember.

Umsókn um styrk má senda í pósti til Orkubús Vestfjarða, Stakkanesi 1, 400 Ísafirði, merkt „Styrkur" eða með tölvupósti til orkubússtjóra á netfangið kh@ov.is

Til baka | Prenta