Opnun tilboða í vélbúnað Fossárvirkjunar.

29. október 2012 kl. 09:31
Tilboð í vélbúnað Fossárvirkjunar sem er ætlað að leysa hina öldnu Engidalsvirkjun af hólmi voru opnuð 23. október s.l... 


Tólf aðilar höfðu tekið gögn og tíu tilboð bárust.

Lægsta tilboð 650.100  evrur  eða rúmar 106  íslenskar milljónir barst frá GUGLER Water Turbines GmbH frá Austurríki. Annað lægsta tilboð 549.811  bresk pund  eða rúmar 110 milljónir barst frá Engo ehf, en þeir buðu búnað frá  Gilbert Gilkes & Gordon Ltd í Bretlandi. Þriðja lægsta tilboð 698.000 evrur eða rúmar 114 milljónir barst frá Wasserkraft Volk AG í Þýskalandi , en við höfum áður keypt vélar af þeim, bæði í Reiðhjallavirkjun og Blævardalsárvirkjun. Hæsta tilboð frá ČKD Blansko SMALL HYDRO s.r.o.  í Tékklandi var 898.800 evrur er 38% hærra en lægsta tilboð.


Tilboðin verða nú yfirfarin og skoðað hvort þau standast kröfur útboðslýsingar og  verða síðan lögð fyrir stjórn til endanlegrar ákvörðunar um framhaldið.

Til baka | Prenta