Opnun tilboða í vél- og stjórnbúnað í Mjólká.

13. janúar 2009 kl. 14:18
Í dag 13. janúar voru opnuð tilboð í vél- og stjórnbúnað og bárust eftirfarandi fjögur tilboð: 

Bjóðandi  ISK

Orkuver ehf / GHE Hydro Energy   679.964.408
ANDRITZ HYDRO GmbH                 720.536.425
Smith & Norland / Kössler            1.114.084.375
Rafeyri-Gügler                             1.316.654.688

Gengi 167,5 Ísl/Euro 

Þessar tölur er hámarks verð ef stærsti mögulegi pakki verður keyptur. Þ. e. Stærri útgáfa á vél I, svokölluð Mjólká III og IV og alveg ný véli II. Annar pakki var lesinn upp við opnunina en þær tölur eru hærri en minnsti pakkinn getur orðið, sem er t.d. án Mjólká III og IV. Slík samsetning var ekki lesinn upp.

Á næstu vikum verður gerður samanburður á tilboðum og hagkvæmni hvers virkjunarkosts fyrir sig þar sem verkkostnaði er bætt við. Þá fyrst verður hægt að taka endanlega ákvörðun.

Orkusvið
Sölvi R Sólbergsson
Til baka | Prenta